Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading  Processing Request

KOS-ADLS kvarðinn ; Validation of the Icelandic Knee Outcome SurveyActivities of Daily Living Scale ; Réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar KOS-ADLS; mat á einkennum og færni í hné

Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading   Processing Request
  • معلومة اضافية
    • Contributors:
      Háskóla Íslands
    • بيانات النشر:
      Félag sjúkraþjálfara
    • الموضوع:
      2019
    • Collection:
      Hirsla - Landspítali University Hospital research archive
    • نبذة مختصرة :
      Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn ; Bakgrunnur: KOS-ADLS (knee outcome survey – activities of daily living scale) er spurningalisti sem metur einkenni í hné og færnisskerðingar vegna þeirra, og hefur hann verið þýddur á mörg erlend tungumál. Mikilvægt er að þýða góða erlenda spurningalista yfir á íslensku svo hægt sé að nota þá við mat og eftirlit sjúklinga og sem útkomumælingu í innlendum og fjölþjóðlegum rannsóknum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna réttmæti og áreiðanleika nýlegrar íslenskrar þýðingar KOS-ADLS spurningalistans. Aðferðir: Þátttakendur (n=145) svöruðu listanum, auk þess að meta og skrá með tölulegum kvarða verki og færni í hné við daglegar athafnir. Hluti þátttakenda framkvæmdi einnig TUG (timed-up-and-go) próf. Áreiðanleiki við endurteknar prófanir var metinn með ICC-gildi, innri samkvæmni með alfastuðli Cronbachs, og viðmiðsbundið réttmæti með því að kanna fylgni kvarðans við aðrar mælingar með fylgnistuðli Pearsons. Þátttakendum var skipt í hópa samkvæmt alvarleika hnékvilla og einþátta ANOVA notuð til að kanna hvort munur fyndist á meðalútkomu milli hópanna. Parað t-próf var notað til að meta næmi spurningalistans gagnvart breytingu yfir tíma. Niðurstöður: Ágætur áreiðanleiki fannst við endurteknar prófanir með KOS-ADLS (ICC= 0,95). Alfastuðullinn var 0,94 og tölfræðileg fylgni var milli KOS-ADLS og viðmiðsmælinga (p<0,001). Marktækur munur var á útkomu þriggja hópa með misalvarlega hnékvilla (p<0,001) og marktæk bæting varð á útkomu KOS-ADLS yfir meðferðartímabilið hjá þeim sem hlutu meðferð sjúkraþjálfara (p≤0.002). Ályktun: Niðurstöðum rannsóknarinnar ber saman við birtar greinar af öðrum þýðingum listans og benda til þess að íslenska KOS-ADLS listinn sé réttmætt og áreiðanlegt mælitæki til mats og eftirfylgni fólks með margvíslega hnékvilla ; Background: The knee outcome survey – activities of daily living scale (KOS-ADLS) is a 14 item questionnaire; an outcome measures commonly used to assess knee joint impairments. ...
    • ISSN:
      1670-2204
    • Relation:
      https://www.physio.is/um-felagid/utgafa/sjukrathjalfarinn/; Sjúkraþjálfarinn 2014, 41(2):5-10; http://hdl.handle.net/2336/621148; Sjúkraþjálfarinn
    • الدخول الالكتروني :
      http://hdl.handle.net/2336/621148
    • Rights:
      Open Access - Opinn aðgangur
    • الرقم المعرف:
      edsbas.F226F93A