Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading  Processing Request

Aflimanir ofan ökkla 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki Aðdragandi og áhættuþættir ; Lower Limb Amputations in Patients with Peripheral Arterial Disease and/or Diabetes in Iceland 2010-2019; revascularisation, comorbidities and risk factors

Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading   Processing Request
  • معلومة اضافية
    • Contributors:
      Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild; Læknadeild; Framhaldsdeild í heilbrigðisvísindum; Landspítali
    • الموضوع:
      2024
    • Collection:
      Opin vísindi (Iceland)
    • نبذة مختصرة :
      Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved. ; INNGANGUR Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga fjölda og aðdraganda aflimana ofan ökkla á grunni útæðasjúkdóms og/eða sykursýki á Íslandi 2010-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn, byggð á sjúkraskrárgögnum allra aflimaðra ofan ökkla á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Útilokaðir frá rannsókn voru fullorðnir aflimaðir vegna annars en ofangreindra sjúkdóma og börn. Tveir tímapunktar voru skoðaðir í aðdraganda aflimunar varðandi einkenni, mat á blóðflæði og lyfjanotkun. Annars vegar við fyrstu komu á sjúkrahús vegna blóðþurrðareinkenna og/eða sáramyndunar og hins vegar fyrir síðustu aflimun. Einnig voru skráðar áður framkvæmdar æðaaðgerðir og aflimanir. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 167 einstaklingar aflimaðir á rannsóknartímanum, þar af 134 (80%, meðalaldur 77 ± 11 ár, 93 karlmenn og 41 kona) á grunni sykursýki og/eða útæðasjúkdóms. Aflimunum vegna sjúkdómanna fjölgaði úr að meðaltali 4,1/100.000 íbúa 2010-2013 í 6,7/100.000 2016-2019 (p=0,04). Algengustu áhættuþættir voru háþrýstingur 84% og reykingasaga 69%. Langvinn tvísýn blóðþurrð var í 71% tilfella ástæða fyrstu komu á sjúkrahús. Æðaaðgerðir voru framkvæmdar hjá 101 einstaklingi (66% innæðaaðgerðir). Með útæðasjúkdóm án sykursýki voru 52% en þeir voru sjaldnar skráðir á blóðfitulækkandi lyf en þeir sem voru með sykursýki (45:26, p<0,001). ÁLYKTUN Sykursýki og/eða útæðasjúkdómur eru helstu ástæður aflimana neðri útlima ofan ökkla á Íslandi. Aflimunum fjölgaði á tímabilinu, en tíðnin er lág í alþjóðlegum samanburði. Í flestum tilfellum eru æðaaðgerðir gerðar áður en til aflimunar kemur. Sykursýki er undirliggjandi í tæpum helmingi tilfella sem er svipað eða lægra en í öðrum löndum. Möguleg sóknarfæri varðandi greiningu og forvarnir eru hjá einstaklingum með útæðasjúkdóm án sykursýki. ; INTRODUCTION: No recent studies exist on lower extremity amputations (LLAs) in Iceland. The aim of this ...
    • File Description:
      20-27
    • ISSN:
      0023-7213
    • Relation:
      Læknablaðið; 110(1); http://www.scopus.com/inward/record.url?scp=85180755340&partnerID=8YFLogxK; Arnadottir , S D , Pálsdóttir , G , Logason , K & Arnardóttir , R H 2024 , ' Aflimanir ofan ökkla 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki Aðdragandi og áhættuþættir ' , Læknablaðið , bind. 110 , nr. 1 , bls. 20-27 . https://doi.org/10.17992/lbl.2024.01.776; 215143887; fefeb823-3106-4cd4-a1f6-067ab54125b0; 85180755340; unpaywall: 10.17992/lbl.2024.01.776; https://hdl.handle.net/20.500.11815/4717
    • الرقم المعرف:
      10.17992/lbl.2024.01.776
    • Rights:
      info:eu-repo/semantics/openAccess
    • الرقم المعرف:
      edsbas.F1F143C8