Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading  Processing Request

Affrumað roð: Eðliseiginleikar sem styðja vefjaviðgerð ; Decellularized fish skin: characteristics that support tissue repair

Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading   Processing Request
  • معلومة اضافية
    • Contributors:
      Kerecis ehf, Landspítali, Læknadeild Háskóli Íslands, Kerfisfræðasetur Háskóli Íslands
    • بيانات النشر:
      Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur
    • الموضوع:
      2015
    • Collection:
      Hirsla - Landspítali University Hospital research archive
    • نبذة مختصرة :
      Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn ; Inngangur: Affrumað roð Atlantshafsþorsks (Gadus morhua) hefur verið notað undanfarin ár til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Tíðni sykursýki hefur aukist mikið í heiminum en ein af afleiðingum hennar eru þrálát sár. Markmið rannsóknanna var að kanna vefjasamrýmanleika og eiginleika sem skipta máli fyrir nýtingu roðsins til viðgerðar á líkamsvef. Efniviður og aðferðir: Bygging affrumaðs roðs var metin með smásjárskoðun. Mat á vefjasamrýmanleika græðlingsins var framkvæmd af vottaðri sérhæfðri rannsóknarstofu. Próteinhluti efnisins var kannaður með próteinrafdrætti. Seyting frumuboðanna interleukin-10 (IL-10) og IL-12p40, IL-6 og TNF-α frá einkjörnungum (monocytes) eða stórátfrumum (macrophages) í uppleystum próteinhluta efnisins var mældur með Elísu-prófi. Áhrif roðsins á nýmyndun æða in vivo var metin með æða- og þvagbelgshimnulíkani í hænufóstrum. Niðurstöður: Smásjármyndir sýna að bygging affrumaðs roðs er holótt. Efnið stóðst öll vefjasamrýmanleikapróf. Við rafdrátt próteinsýnis komu í ljós prótein á stærðarbilinu 115-130 kDa sem er einkennandi fyrir bandvef. Roðið reyndist ekki hafa marktæk áhrif á seytingu IL-10, IL-12p40, IL-6 eða TNF-αfrá einkjörnungum eða stórátfrumum. Græðlingurinn hefur marktæk örvandi áhrif á æðamyndun í æða- og þvagbelgshimnulíkani. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að affrumað roð er skaðlaust og veldur ekki bólgusvari. Græðlingurinn inniheldur meðal annars bandvef líkt og mannshúð. Affrumað roð hefur marktæk örvandi áhrif á æðamyndun og smásjármyndir af byggingu roðsins sýna að hún sé vel til þess fallin að styðja innvöxt frumna. Samanburðarrannsókn sem hefur verið birt, tvíblind og slembiröðuð, sýndi að sár meðhöndluð með affrumuðu roði greru hraðar en sár meðhöndluð með stoðefni úr svínavef. Líklegt er að ástæða þessa bætta sáragróanda sé meðal annars vegna eiginleika roðsins sem hér er lýst. ; Introduction: Acellular fish skin of the Atlantic cod (Gadus morhua) is being used to treat chronic ...
    • ISSN:
      00237213
      16704959
    • Relation:
      http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/12/nr/5663; Affrumað roð: Eðliseiginleikar sem styðja vefjaviðgerð 2015, 2015 (12):567 Læknablaðið; http://hdl.handle.net/2336/592644; Læknablaðið
    • الرقم المعرف:
      10.17992/lbl.2015.12.54
    • Rights:
      Archived with thanks to Læknablaðið ; Open Access
    • الرقم المعرف:
      edsbas.1D2E4FC5